Hveiti, sykur, egg og vanilla -eina sem þú þarft í dásamlega góða köku!


Án gríns, þetta er auðveldasta kaka sem fyrirfinnst. Hún er fljótgerð og listilega bragðgóð.
 
Hentar við hvaða tækifæri sem er, sem eftirréttur og ekki síst ef þú hefur ekki nægilegan tíma aflögu, en vilt gera vel við þína.
 
Þessa verður þú að prófa. Að öllum líkindum áttu allt hráefnið í skápnum þínum.
 
Það eru aðeins fjögur hráefni í kökunni!
 
Við þurfum:
 
1 bolla hveiti
1 bolla sykur
4 egg
1 tsk. vanilla
 
...að ógleymdri slatta af ást.
 
Aðferð:
 
Þeytið saman egg og sykur. Bætið við vanillu og hveiti. Hræið vel í ca. 8 mínútur á miðlungs hraða. Setið í mót að eigin vali og inn í ofn á 180 gráður. Muffins mót þessvegna. Bakið í minnst 25 mínútur, fer eftir stærð kökumótsins.
 
Unaður!
 
Þessi kaka er dásemd með blá- eða/og jarðaberjum og rjóma.