NETORÐIN 5 - Gættu að hvað þú skrifar á Internetið!


Ég rakst á þessi 5 "NETORÐ" sem ég hvet ykkur til að lesa og ekki síst hafa í huga áður en þið skrifið svo mikið sem staf á alheimsnetið.
 
Mikið væri hún nú fallegri þessi veröld, ef sem flestir hefðu neðangreindar óskráðu reglur í huga.
 
Gættu að hvað þú skrifar á netið! Orð lifa - orð geta sært, meitt, eyðilagt, valdið sundrung, leiðindum og vinaslitum. Orð geta líka valdið dauða. 
 
Að sama skapi geta orð breytt út kærleika, visku og fallegum boðskap. Framkallað gleði, bros og fært hamingju inn í líf annarra.
 
1. Allt sem þú skrifar á internetið, endarspeglar hver þú ert.
 
2. Komdu fram við  aðra einsog þú vilt að aðrir komi fram við þig.
 
3. Ekki taka  þátt í neinu sem þú veist ekki hvað er.
 
4. Mundu að allt efni sem þú setur á internetið er öllum opið, alltaf.
 
5. Þú ein/n berð ábyrgð á því sem þú skrifar á Internetið.
 
 
Herra eða frú yndisleg, vertu nú svo góð/ur að deila þessu áfram þannig að orðin berist til sem flestra og sem víðast, öðrum til umhugsunar!