Fallegt jólaskraut á 1 krónu!


Það þarf ekki urmul fjár til að hafa huggulegt í kringum sig. Ég bjó mér til t.d. þetta "jólasnjókorn" í gærkvöldi á nokkrum mínútum og kostnaður var enginn.

 

Ég átti allt sem til þarf. Giska á að kostnaðurinn sé í kringum eina krónu.   

 

Það sem til þarf er:

 

6 stk. ljósritunarpappír (ég notaði 8).

 

Heftara, límband, tvinna (ég notaði svartan þar sem bakgrunnurinn (gardínurnar) eru svartar hjá mér. Þetta skraut má gera í allskyns útfærslum, stærðum og litum. Hér gefum við hugmyndafluginu lausan tauminn, engar reglur. 

 

Hér er útkoman mín, en ég límdi saman efstu tvær og fyrir miðju að aftan, annars verður útkoman of gysinn fyrir minn smekk. Þar sem þetta er svo létt þarf aðeins límband til að festa í glugga eða hvar sem er. 

 

 

Njótum aðventunnar, föndrum, fáum okkur kakó og súkkulaði með rjóma, en umfram allt -verum svolítið betri við hvort annað.

 

Hér má sjá myndband - Góða skemmtun!