Hvað er ást?


Hópur fagmanna lagði spurningu fyrir 4 til 8 ára börn. Svohljóðandi: Hvað er ást?
 
Svörin voru mörg hver dýpri en nokkurn hefði grunað. Kíktu og sjáðu hvað þér finnst...
 
„Þegar amma mín fékk liðagigt, þá gat hún ekki beygt sig til að lakka á sér táneglurnar. Þannig að afi gerði það fyrir hana. Jafnvel þótt að hana væri með liðagigt í höndunum. Það er ást.“
 
Rebecca - 8 ára
 
„Þegar einhver elskar þig, þá segja þeir nafnið þitt öðruvísi en aðrir. Þú veist bara að nafnið þitt er varðveitt í munninum þeirra.“
 
Billy - 4 ára
 
„Ástin er það sem fær þig til að brosa þegar þú ert þreytt/ur.“
 
Terri - 4 ára
 
„Ást er þegar mamma býr til kaffi handa pabba og hún tekur sopa áður en hún réttir honum það, til að vera viss um að það sé í lagi.“
 
Danny - 7 ára
 
„Ást er þegar þið eruð alltaf að kyssast. Og þegar þið eruð orðin þreytt á að kyssast þá viljið þið ennþá vera saman og tala meira. Mamma og pabbi eru svoleiðis. Þau eru samt frekar ógeðsleg þegar þau eru að kyssast.“
 
Emily - 8 ára
 
„Ást er það það sem þú finnur í herberginu á jólunum, þegar þú hættir að taka upp gjafirnar og hlustar.“ 
 
(Wow djúpur þessi!)
 
Bobby - 7 ára 
 
„Ef þú vilt læra að elska betur, þá þarftu að byrja á að vingast við alla þá sem þú hatar.“
 
(Við þurfum fimm milljón Nikkur í viðbót í þessa veröld!)
 
Nikka - 6 ára
 
„Ást er lítil gömul kona og lítill gamall maður sem eru ennþá saman, eftir að þau eru búin að kynnast hvort öðru mjög vel.“
 
Tommy - 6 ára
 
„Ást er þegar mamma sér pabba skítugan og sveittan og finnst hann samt myndarlegri en Robert Redford."
 
Chris - 7 ára
 
„Ég veit að systir mín elskar mig, af því að hún gefur mér öll gömlu fötin sína og þarf að fara út að kaupa sér ný.“
 
Lauren - 4 ára
 
„Þegar þú elskar einhvern, þá fara augnhárin upp og niður og litlar stjörnur koma út úr þér.“ (þvílíkt ímyndunarafl!)
 
Karen - 7 ára
 
„Ást er þegar mamma sér pabba á klósettinu og finnst það ekkert ógeðslegt.“
 
Mark - 6 ára
 
„Þú ættir alls ekki að segja að þú elskir einhvern nema meina það. En ef þú meinar það, þá ættir þú að segja það mjög oft. Fólk gleymir.“ (elska þessa...)
 
Jessica - 8 ára
 
Og að lokum...
 
Fjögurra ára gamall drengur bjó við hliðina á eldri ekkjumanni. Hann hafði nýverið misst eiginkonu sína.
 
Þegar drengurinn sá gamla manninn sitja á útidyratöppunum grátandi, fór hann til hans og skreið upp í kjöltu hans.
 
Þegar mamma drengsins spurði hann, hvað hann hefði eiginlega sagt við nágrannann, svarði hann:
 
„Ekkert, ég hjálpaði honum bara að gráta.“
 
Börn eru best. Það er bara þannig! 
 
 
þýtt og stílfært