Járnríkur drykkur fyrir kraftmiklar konur!


Þessi drykkur er einfaldlega sérstaklega góður fyrir konur. Drykkurinn er afar járnríkur og hreinsandi fyrir lifrina og meltingarfærin.
 
Einhvers staðar sá ég þá fullyrðingu að ekkert grænmeti, né ávöxtur innihaldi jafn mikið af andoxunarefnum og bláber.
 
Einnig eiga þau að koma í veg fyrir allskyns sjúkdóma. Meðal annarra hjartasjúkdóma og krabbamein.
 
Hoppaðu út í búð og verslaðu:
 
1 peru
1 banana
1 rauðrófu
1/2 ananas (ferskur -einnig má nota ananassafa) 
1 bolli fersk bláber (mega vera frosin)
1 appelsína (einnig má nota safa)
 
Allt hreinsað, skrælt og skolað áður en sett er í blandarann. Falleg glös og drykkurinn ætti að nægja fyrir tvo.
 
Gaman er að geta þess að perur og ananas hjálpa til við að hreinsa innyflin sem og meltingarfærin.
 
Bananar eins og sjálfsagt flestir vita, gefa manni góða náttúrulega orku og innihalda fullt af amínósýrum sem líkaminn nær ekki að framleiða sjálfur.
 
Byrjaðu daginn á þessum heilsusamlega drykk, getur ekki klikkað.
 
Skál!