Listin að borða ódýrt og hollt


Það er ekkert mál að borða ódýrt, hollt og gott ...án þess að borga fyrir það handlegg og tvær tær.
 
Gott er að huga fyrst að grunntegundunum, þær eru ódýrar og afar mettandi.
 
Flott er að bæta síðan við grænmeti, ávöxtum, kjöti, fiski og eggjum. Annars verður fæðið harla ófjölbreytt.
 
Grunnurinn:
 
Grunntegundirnar, neðstar úr fæðupýramídanum, eru þær tegundir sem við erum vön að neyta á hverjum degi. Eins og mjólk, ostur, kartöflur, brauð, kornmeti, hrísgrjón og feiti.
 
Hæfilegur dagskammtur er:
 
6-7 dl af mjólk
2-3 sneiðar af osti
3-4 kartöflur
6-8 brauðsneiðar
2-3 msk af feiti
50-80 g kornmeti, hrísgrjón eða makkarónur
 
Stærri skammturinn er ætlaður þeim sem þurfa mikla orku s.s. táningsstrákum og fólki í erfiðisvinnu.
 
Neytir þú alls sem hér stendur hefur þú fengið um 1/2 hluta þeirrar orku sem þú þarfnast yfir daginn. þ.e. 5000kJ (1200 kcal).
 
 
Grænmeti - ekki bara litur
 
 
Grænmeti og ávextir eru einnig nauðsynlegir þættir. Trefjaefni, vítamín og steinefni er einna best að fá úr grænmeti. Og gott er það á bragðið!
 
 
Kjöt, fiskur og egg
 
 
Kjöt og fiskur eru oft dýrasti þáttur máltíðarinnar. En úr þeim fáum við einnig góða hvítu, járn og vítamin, sem erfitt er að fá annars staðar frá. Um að gera að fylgjast með tilboðunum frá stórmörkuðunum, stökkva út og safna í frystinn.
 
Í dökku kjöti er meira járn en í ljósu. Hakkað kjöt er ódýrara og einfaldara að drýgja en heilt. Gott er að hafa í huga að súpukjöt er mun ódýrara en fínar steikur. Í feitum fiski er æskileg og nauðsynleg tegund fitu, auk D-vítamíns.
 
Á næstu vikum mun ég ráðast inn í eldhús og deila með ykkur gómsætum og hollum uppskriftum fyrir fjölskylduna, þar sem áhersla verður lögð á hagkvæmni og einfaldleika. 
 
heida@spegill.is