Þegar þú tyggur tyggjó, þá ert þú að gleypa loft. Prumpuvesen?


Það er frekar óþægilegt að vera stútfullur af lofti. Eins og einhver vindhani eða loftbelur. Það vita allir. Eiginlega undir flestum kringumstæðum, pínlegt.
 
Loft í maga myndast stundum út frá mataræðinu. Þetta skaltu prófa, sé óþarfa loft að íþyngja þér... 
 
Forðastu kolsýrða drykki, viljir þú losna við óþarfa loft í mallanum.
 
Forðastu að borða of mikið af baunum, hvítkáli, lauk og spergill. Og hafðu í huga að soðið grænmeti myndar minna loft en hrátt. Á móti kemur -hrátt inniheldur meira af næringarefnunum. Gæta hófs.  
 
Bakteríur sem finnast í mjólkursýrum geta hjálpað til við að halda jafnvægi í þörmum. 
 
Of mikið magn af  trefjum getur myndað loft. Gættu hófs (á við um allt auðvitað).
 
Hafa ber í huga að ef þú tyggur týggjó, þá ertu að gleypa loft.
 
Sætuefni eins og finnast í drykkjum og tyggjói ma., geta valdið mikilli loftmyndun í maga. Jafnvel niðurgangi.
 
Aftur, allt er gott í hófi.