Er tenging á milli munnmaka og aukningu á krabbameini í hálsi?


Michael Douglas tilkynnti nýlega að krabbamein í hálsi sé ekki endilega bein afleiðing af ofnoktun áfengis, reykinga eða sökum streitu, heldur sé hin raunverulega ástæða " papillomavirus" eða HPV veira, sem berst manna á milli með munnmökum.
 
En á undanförnum árum hefur krabbamein í hálsi stóraukist og virðast tengsl vera á milli þessara þátta, samkvæmt M. Douglas.
 
Krabbameinið þróast þegar annar aðilinn er sýktur af HPV, en HPV hefur alls 16 "undirtegundir", sem eru algengustu tegundir krabbameins í hálsi og finnst slíkt krabbamein oftar hjá konum en körlum.
 
 
"Ofnoktun áfengis og reykingar eru þó ennþá algengasta orsök krabbameins í hálsi."
 
 
Tíð munnmök í langtíma ástarsamböndum með sama félaganum, mun ekki auka á áhættuna, hinsvegar mun áhættan aukast verulega sértu dugleg/ur við að iðkja slíka iðju með mörgum bólfélögum.
 
Og konur, við erum í meiri hættu!