Hrukkumatur: - Dásamleg fæða gegn krumpum og hrukkum sem virkar!


Já, við krumpust með aldrinum. Mismikið þó. Okkur flestum líður svo sem vel með það, og finnst í raun fallegt að eldast smátt og smátt. Enn aðrir fyllast þakklæti fyrir dag hvern.  
 
Það skiptir okkur öll máli að líta hraustlega út og vera til vitnis um að maður hugsi almennt vel um sjálfa sig.
 
Því er haldið fram að ákveðnar fæðutegundir séu hrukkuleysi í hag.
 
Tékkit: 
 
Hunang...
 
 
Ekki borða of mikið af sykri. Það er slæmt fyrir heilann þegar til lengri tíma er litið. Reyndu að skipta út fyrir hunang í staðinn. Svo er það líka ljómandi í hárið. 
 
 
Baunir, hnetur, rósakál...
 
 
...það sem hefur hátt kopar innihald heldur blóðfrumunum okkar heilbrigðum. Heilbrigði er jafnt og frísklegt útlit.
 
 
 
Grænt te...
 
 
Frábær viðbót við mataræðið. Þetta te hefur í alvöru hæfileikann til að fjarlægja eiturefni úr kroppnum. Það gerir okkur ekkert nema gott að fá okkur eins og bolla á dag. 
 
 
 
Papaya ávöxtur
 
 
Massi af andoxunarefnum er að finna í þessum flotta ávexti, rétt eins og í avókadó. Papaya er góður ávöxtur fyrir húðina og heldur henni heilbrigðri. Fullt af c vítamíni líka en það er nauðsynlegt viljirðu mjúka húð. 
 
 
Ber og litríkir ávextir og grænmeti...
Sterkir litir eru góðir fyrir almennt heilbrigði kroppsins. Allar frumur hafa gott af þessu. Fylltu skál af berjalitum, borðaðu gulrætur og eldrauða tómata. Svo skemmtilegt líka.
 
Lífið í lit!