Svona förum við að ef rjóminn neitar að þeytast


Vill rjóminn ekki þeytast og þú ert búin að prófa að kæla bæði skál og þeytara vel? Gestirnir á leiðinni og þú ranghvolfir augunum í angist? 
 
Prófaðu að setja nokkra ísmola í aðra skál og skelltu rjómanum úr þeirri fyrri í skálina. Hafðu ísmolana í á meðan þú þeytir. Ef þetta tvennt virkar ekki.
 
Lestu áfram...
Þú getur prófað að bæta við rjómann eggjahvítu og prófað að þeyta.
 
Og ef allt sem upp er talið og rjóminn er ennþá að þrjóskast við, prófaðu að bæta við nokkrum dropum af sítrónusafa (2-5 dropum).
 
Ef ekkert að þessu virkar, gæti rjóminn verið gallaður, því miður...
 
 
 
Ef þú vilt koma í veg fyrir að rjóminn slettist út um allt þegar hann er þeyttur er bráðsnjallt að setja smjörpappír yfir skálina. Áður er sett tvo göt, sem eru það stór að þú rétt náir að stinga þeyturunum í gegn.
 
Aftur yfir skálina og þeytt svo...
 
...snilld, ekki satt?