Þakkar karlmannsleysi háan aldur - 109 ára!


Jessie Gallan fæddist árið 1906 og var alin upp í Kintore, Skotlandi á búgarði fjölskyldunnar. Hún bjó með foreldrum sínum ásamt sex systkinum. Gallan fékkst við ýmis störf, sem þerna ma. hjá auðugri fjölskyldu.

 

Hún elskaði tónlist og þótti afar sjálfstæð kona sem hafði yndi af gönguferðum.

Gallan lést í mars árið 2015, þá 109 ára gömul, en hún lifði þó til að segja frá leyndardóminum á bakvið háan aldur sinn.

 

“Leyndarmálið á bakvið langlífi er að halda sig alfarið frá karlmönnum,” sagði Gallan . “Þeim fylgja meiri vandræði og vesen og þeir eru einfaldlega ekki þess virði.”

 

Jessie sagðist einnig alltaf fá sér hafragraut daglega og þakkar grautnum góða fyrir gríðarlega orku sína alla tíð.

 

Gallan kemur hér vissulega með áhugaverða kenningu, sérstaklega í ljósi þess að æ fleiri og fleiri konur virðast örvæntingarfullar vegna þess, að því er virðist vegna skorts á góðum karlmönnum. Sem er auðvitað algjört kjaftæði. Hlutirnir einfaldlega gerast, ef þeir eiga að gerast. Punktur. Þú vilt ekki eitthvað annars flokksafurð er er það? 

 

Kannski er viturlegt að sleppa öllum hugmyndum um karlmenn, að "ná sér í mann" og láta prinsinum eftir að finna þig? Ekkert getur sannreynt eða staðfest kenningu Gallans, en klárlega heillandi nálgun að íhuga. Örvæntilegarfull kona er ekki sexý kona. Frekar aumkunarverð, þannig. Kalt mat. 

 

Smelltu hér ef þú vilt lesa greinina í heild sinni.

 

Endilega fylgdu okkur á Facebook