Blinda stúlkan - hvað er hægt að læra af þessari sögu?


Einu sinni var blind stúlka, sem hataði sjálfa sig vegna þessa. Hún hataði reyndar alla, nema kærastan sinn...
 
Hann var alltaf til staðar fyrir hana. Þegar hann bað hennar sagði hún að ef hún aðeins gæti séð heiminn með eigin augum, myndi hún giftast honum.
 
Einn daginn hafði einhver gefið henni augu, og hún gat séð allt, líka kærastann -sem spurði;
 
"Nú, þegar þú getur séð allan heiminn, viltu þá giftast mér?"
 
Stúlkan fékk áfall þegar hún sá að kærastinn var blindur og neitaði að giftast honum. 
 
Kærastinn varð gjörsamlega miður sín, með tárvotum augum hvíslaði hann þegar hann labbaði í burtu:
 
“Farðu vel með augun mín, elskan." 
 
Hvað er hægt að læra af þessari sögu?
 
Höfundur ókunnugur - þýtt og stílfært