Hvað á að gera um helgina?


Þá er Helgi blessaður mættur á svæðið eina ferðina enn. Skemmtilegur þessi Helgi. Getur verið vandasamur stundum þegar maður hugsar til þess hvernig á að ,,eyða" honum...öllu heldur, eyða honum vel.  Ætti ég kannski að segja; verja honum vel?
 
Hér á eftir koma 10 hugmyndir um hvað er hægt að gera um helgina, vonandi finnur þú eitthvað við hæfi. 
 
Það þarf ekki að kosta fót, fingur og arm að gera sér glaðan dag. Gerðu það samt endilega ef þú átt nóg aflögu. En hér er eitthvað sem er fremur budduvænt. Ekki veitir af á þessum síðustu og bestu tímum:  
 
Kíktu í Kolaportið. Þar mætast margir ólíkir menningarheimar og húsið er hreinlega stappað af dóti sem gaman er að gramsa í...skítt með fýluna þarna inni. Ísinn er ágætur og kostar klink og kúk...
 
 
Svipmynd úr Kolaportinu 
 
Farðu í góðan göngutúr með öllum í þínu liði. Öskjuhlíðin þessa dagana er hreint út sagt ómótstæðileg, flott að stoppa í Perlunni í bakaleiðinni, kíkja á safnið þeirra og fá sér heitt kakó...með rjóma. Ekki vantar fjölbreytnina í kaffihúsaflóruna í höfuðborginni og annarsstaðar. Láttu það eftir þér að setjast inn á þitt allra uppáhalds. Grunar að þú eigir það skilið...
 
 

 Ilmandi kaffibolli stútfullur af kærleik
  
Íslensk myndlist blómstar sem aldrei fyrr. Kíktu á sýningu. Þær eru víðsvegar um bæinn. M.a. í Listhúsinu við Tryggvagötu, á Suðurgötu, Kjarvalsstöðum og víða.
 
 Mynd af sýningu
 
Bláa Lónið er hreint út sagt æðislegt á þessum árstíma, skelltu þér í lónið og slakaðu á. Farðu á kaffihúsið þeirra, fínustu veitingar hjá þeim. 
 
 
 Bláa Lónið að vetrarlagi
 
Því ekki að taka rúnt fyrir bæjarmörkin og freista þess að sjá Norðurljósin? Enginn trygging hvort þú sjáir ljós eður ei. Þú keyrir annaðhvort suður, austur, vestur eða norður. Og nýtur félagskaparins, sem er væntanlega góður fyrir þig. 
 
 Mögnuð Norðurljós
 
Þrátt fyrir að ekkert sé til af hráefninu þessa stundina. Þá er hann þó til staðar á sumum stöðum t.d. á Norðupólnum. Smelltu þér þangað eða upp til fjalla og búðu til flottan snjókarl með krökkunum...og kannski engil líka?
 
 Stoltir og kátir krakkar 
 
Að labba um miðbæinn og virða fyrir sér mannlífið um leið og maður sýnir sig, er hin mesta skemmtun. Kíkja í einn og einn búðarglugga, það eru einhverjir eftir...
 
 Laugavegurinn 
 
Hvernig væri að skella sér í leikhús? Nóg er í boði bæði í Þjóðleikhúsinu og Borgarleikhúsinu ásamt öllu því sem er að gerast í ,,minni" leikhúsunum...kynntu þér málið.
 
 Leikhússalur
 
Hvað svo sem þú gerir þessa helgina, vonum við að þú njótir hennar vel. 
 
Góða helgi! Hæ Helgi...